Hlutastarf aðstoðarmanneskju í mötuneyti
Um er að ræða 50% starf, vinnutími er kl. 9:00-13:00 virka daga. Allir nemendur og starfsmenn skólans nota mötuneytið en þar eru máltíðir eldaðar frá grunni alla morgna og stuðst við markmið Lýðheilsustöðvar um skólamötuneyti.
Starfið felst m.a. í undirbúningi matmálstíma, aðstoð við eldamennsku, frágang og þrif.
Hlutastarf aðstoðarmanneskju í mötuneyti
Um er að ræða 50% starf, vinnutími er kl. 9:00-13:00 virka daga. Allir nemendur og starfsmenn skólans nota mötuneytið en þar eru máltíðir eldaðar frá grunni alla morgna og stuðst við markmið Lýðheilsustöðvar um skólamötuneyti.
Starfið felst m.a. í undirbúningi matmálstíma, aðstoð við eldamennsku, frágang og þrif.
Hlutastarf starfsmanns skólavistunar.
Um er að ræða um það bil 40% starfshlutfall alla virka daga, vinnutími er að jafnaði um 3 tímar á dag eftir að hefðbundum skóladegi nemenda lýkur. Starfið felst í umsjón og vinnu með blönduðum nemendahópi 6-9 ára nemenda.
Athugið að möguleiki er á því að sami aðili geti gegnt báðum störfunum.
Flóaskóli er rekinn af sveitarfélaginu Flóahreppi í Árnessýslu. Skólinn er staðsettur í kyrrlátu og fallegu umhverfi við Villingaholt. Um 65 nemendur eru í skólanum og fer þeim fjölgandi. Skólastarfið allt er í mikilli þróun og áhersla lögð á öflugan og góðan starfsmannahóp.