Hér má sjá dagskrá fjölskyldu-og menningarhátíðarinnar, Fjörs í Flóa.
Hér má sjá dagskrá fjölskyldu-og menningarhátíðarinnar, Fjörs í Flóa.
Föstudagur 30. maí:
10:00 – 12:00 Flóaskóli: Veltibíllinn! Tilgangur Veltibílsins er að sýna fram á nauðsyn bílbeltanna, en Flóaskóli er „Leiðtogaskóli í umferðarfræðslu á Suðurlandi”. Nemendur verða að sjálfsögðu á hlaðinu og skoða veltibílinn en dagskráin er opin fyrir alla.
10:00 – 20:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu verður auðvitað opin á Fjör í Flóa. Boðið upp á sumardrykk að hætti hússins og að sjálfsögðu 10% FJÖR afsláttur í Sveitabúðinni Sóley. http://www.tunga.is/
11:00 – 16:00 Ullarvinnslan Þingborg: Verslun með ullarvörur og margskonar annað vandað handverk. Vorsýning Þingborgar fjallar um fatnað á Þjóðveldisöld. Sýningin er í beinu framhaldi af námsstefnu umvíkingafatnað sem haldin var í fyrravor. www.thingborg.net
13:00 – 16:00 Leikskólinn Krakkaborg, Þingborg: Opið hús, boðið upp á léttar veitingar, andlitsmálun, brauð bakað á báli og kór leikskólans syngur nokkur lög. Allir hvattir til að koma og kynna sér starf leikskólans.
13:00 – 16:00 Skrifstofa Flóahrepps, Þingborg: Opið hús, ljósmyndir og listaverk úr leikskóla, kaffi og kleinur. Hörpukórinn syngur kl. 13:30.
13:00 – 17:00 Þingborg: Sýning og kynning á ýmsu forvitnilegu úti og inni. 100 ára afmælissýning Umf. Baldurs. Handverk og listmunir, hundaföt, skór, grjót og fleira. Ungar skríða úr eggjum, kettlingar og kaffisala. Gott hjólastólaaðgengi. Lykill að ratleik um Flóahrepp afhentur.
13:00 – 18:00 Tré og list, Forsæti III: Tré og list er lifandi listasmiðja.Varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga. Kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk. Tilboð, aðgangseyrir 500 kr. www.treoglist.is
15:00 Þjórsárver: Skólaslit Flóaskóla.
20:30 Við Þjórsárver: Fjölskylduskemmtun Umf. Vöku. Kveikt upp í kolum, fólk tekur með sér góðgæti á grillið. Leikdeild Umf Vöku sýnir leikritið Gilitrutt. Æsispennandi áskorendakeppni í reiptogi og úr því skorið hver hreystimenni Flóahrepps eru. Leiktæki og fleira skemmtilegt fyrir börnin.
Laugardagur 31. maí:
09:00 – 12:00 Þingborg: Morgunmatur í boði Fjörs í Flóa og fyrirtækja á Suðurlandi. Allir velkomnir í notalega samverustund og kjarngóðan morgunmat.
09:00 – 17:00 Þingborg: Sýning og kynning á ýmsu forvitnilegu úti og inni. 100 ára afmælissýning Umf. Baldurs og margt fleira. Ungar skríða úr eggjum, hoppkastali, kettlingar og kaffisala. Gott hjólastólaaðgengi. Lykill að ratleik afhentur.
10:00 – 20:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu verður auðvitað opin á Fjör í Flóa. Boðið upp á sumardrykk að hætti hússins og að sjálfsögðu 10% FJÖR afsláttur í Sveitabúðinni Sóley. http://www.tunga.is/
11:00 – 18:00 Þjórsárver: Myndlistarsýning: Sýning á verkum Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur. „Buxur, vesti, brók og skór” Sýning á gömlum kvenfatnaði, kjólum, höttum, skóm og veskjum sem sýna mismunandi tískusveiflur síðustu aldar. Flóamarkaður eins og þeir gerast bestir, allir finna eitthvað við sitt hæfi á góðu verði. Allur ágóði rennur óskiptur til góðgerðamála. Kaffi og rjómavöfflur. Lykill að ratleik um Flóahrepp afhentur. Gott hjólastólaaðgengi. Kvenfélag Villingaholtshrepps.
11:00 Þingborg: Furðuíþróttamót í umsjá Umf. Baldurs. Leikir og ýmsar þrautir sem höfða til allra, einstaklings- og liðakeppni.Venjulegir leikir og þrautir í óvenjulegum og furðulegum búningi með áherslu á skemmtun frekar en kapp.Skráning á staðnum.
12:30 Þingborg: „Man sauður hvar gekk lamb“ og með hverjum? Hafdís Sturlaugsdóttir landnýtingarfræðingur í Húsavík við Steingrímsfjörð og starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða flytur fyrirlesturinn Atferlisrannsókn á sauðfé á Ströndum.
13:00 – 17:00 Jóhann Helgi & Co ehf, Vatnsholti 2 er innflutningsfyrirtæki sem sérhæfir sig í útileiktækjum og búnaði á opinberum lóðum ásamt ýmsum vörum úr endurunnu plasti. Þau hafa komið sér upp aðstöðu fyrir fyrirtækið „í fjósinu” og þar verður heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi.
13:00 – 18:00 Tré og list, Forsæti III: Tré og list er lifandi listasmiðja. Varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga. Kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk. Tilboð, aðgangseyrir 500 kr. www.treoglist.is
13:00 – 17:00 Íslenski bærinn að Austur-Meðalholtum: Lokasprettur framkvæmda er í fullum gangi þó formleg opnunsé ekki áætluð fyrr en 2009. Staðarhaldarar kynna hvernig stofnuniner hugsuð, spjallað um aðferðir í hleðslu, stiklað á stóru varðandi söguna og einkenni á torfbæjararfinum í héraðinu í byrjun tuttugustu aldar, svo geta menn skoðað gamla bæinn og jafnvel fengið glas af hunangsmiði. Fyrirlestur um gamla bæi í Flóanum kl: 14:00. http://www.islenskibaerinn.com/ .
14:00 Þingborg: Mynd um íslensku sauðalitina e. Jón H. Sigurðsson sýnd á breiðtjaldi.
16:30 Þingborg: Sandra Steinþórsdóttir frá Oddgeirshólum, nemandi í Kvikmyndaskóla Íslands sýnir nokkur verkefni sín, sum tekin upp í Flóanum.
21:30 Þingborg: Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson með frábæra tónleika. Ljúfir tónar og góð stemmning. Miðverð kr 2000 og miðasala á staðnum.
Sunnudagur 1. júní:
10:00 – 20:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu verður auðvitað opin á Fjör í Flóa. Boðið upp á sumardrykk að hætti hússins og að sjálfsögðu 10% FJÖR afsláttur í Sveitabúðinni Sóley. http://www.tunga.is/
11:00 – 14:00 Þjórsárver Súpa og brauð. Hægt verður að kaupa sér ljúffenga súpu og nýbakað brauð á sanngjörnu verði. Kvenfélag Villingaholtshrepps.
11:00 – 17:00 Þingborg: Sýning og kynning á ýmsu forvitnilegu úti og inni. 100 ára afmælissýning Umf. Baldurs og margt fleira. Ungar skríða úr eggjum, hoppkastali, kettlingar og kaffisala. Gott hjólastólaaðgengi. Lykill að ratleik afhentur.
11:00 – 18:00 Þjórsárver: Myndlistarsýning: Sýning á verkum Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur. „Buxur, vesti, brók og skór”. Flóamarkaður. 14:00 – 18:00 Kaffi og rjómavöfflur. Gott hjólastólaaðgengi. Lykill að ratleik um Flóahrepp afhentur.
12:00 – 16:00 Ferðamannafjárhús, Egilsstaðakoti. Opið hús, allir velkomnir að koma og skoða framkvæmdir sem eru í fullum gangi.
13:00 – 18:00 Tré og list, Forsæti III: Tré og list er lifandi listasmiðja.Varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga. Kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk. Myndlistarsýning Sigurlínar Grímsdóttur. Tilboð, aðgangseyrir 500 kr. www.treoglist.is
13:00 – 18:00 Ölvisholt Brugghús verður með opið hús að Ölvisholti. Gestum gefst kostur á að ganga um verksmiðjuna og fræðast um framleiðslu á bjór.
14:00 Þingborg: Langafi prakkkari. Möguleikhúsið verður með stórskemmtilega sýningu fyrir börn á öllum aldri. Í leikritinu segir frá Önnu litlu og langafa hennar sem er blindur og gamall en alltaf tilbúinn að taka þátt í einhverju skemmtilegu. Þau skoða mannlífið, baka drullukökur, veiða langömmur og fleira. Ókeypis aðgangur
16:00 Þingborg: Vera búin að skila inn úrlausnum úr ratleik.
16:00 Þingborg: Sameinast í bíla og lagt upp í gönguferð á Hvítárbökkum, úr Merkurhrauni að flóðgáttinni, inntaksmannvirki Flóaáveitunnar. Vegalengd um 6 km, auðveld ganga. Göngustjóri Bolli Gunnarsson.