Nemendur og starfsfólk Flóaskóla tóku í dag þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlaupnir voru 2,5 km eftir Villingaholtsvegi í afbragsgóðu veðri. Norræna skólahlaupið fer fram á hverju skólaári á öllum Norðurlöndunum, en með því er leitast við að hvetja nemendur til að æfa hlaup og aðrar íþróttir reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Nemendur og starfsfólk Flóaskóla tóku í dag þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlaupnir voru 2,5 km eftir Villingaholtsvegi í afbragsgóðu veðri. Norræna skólahlaupið fer fram á hverju skólaári á öllum Norðurlöndunum, en með því er leitast við að hvetja nemendur til að æfa hlaup og aðrar íþróttir reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Íslenskir nemendur hafa staðið sig vel í samanburði við frændþjóðirnar og eftir því hefur verið tekið að meirihluti grunnskólanemenda á Íslandi hefur tekið þátt á hverju ári.
Á myndinni er Hulda íþróttakennari nýbúin að starta hópnum.