26. mars 2008
Upplestrarkeppni Flóaskóla er á morgun, fimmtudaginn 27. mars kl. 13:00 í Flóaskóla. 7. Bekkingar taka þar þátt og keppa sín á milli um að verða fulltrúar Flóaskóla í Stóru upplestrarkeppnina, en velja þarf 2 aðal keppendur og einn til vara. Dómarar á morgun eru Fanney Ólafsdóttir Hurðarbaki, Bjarni Stefánsson Túni og Stefanía Geirsdóttir Hamarshjáleigu.
7. bekkingar mega bjóða gestum á upplestrarkeppnina en auk þeirra verða aðrir nemendur og starfsfólk áheyrendur á keppninni.