Vegagerðinni hefur verið sent bréf vegna snjómoksturs á þeim vegum sem hún sér alfarið um, Villingaholtsvegi (305) og Gaulverjabæjarvegi (33) en samkvæmt vegaáætlun Vegagerðar eru þessir vegir aðeins mokaðir tvisar í viku.
Flóahreppur rekur skóla við Villingaholtsveg, Flóaskóla og þar er einnig félagsheimilið Þjórsárver.
Vegagerðinni hefur verið sent bréf vegna snjómoksturs á þeim vegum sem hún sér alfarið um, Villingaholtsvegi (305) og Gaulverjabæjarvegi (33) en samkvæmt vegaáætlun Vegagerðar eru þessir vegir aðeins mokaðir tvisar í viku.
Flóahreppur rekur skóla við Villingaholtsveg, Flóaskóla og þar er einnig félagsheimilið Þjórsárver.
Það gefur auga leið að mikil umferð er í Flóaskóla, kennarar og skólabílar ásamt fjölda aðila sem þangað leggja leið sína á hverjum degi.Við Gaulverjabæjarveg er einnig skóli, Gaulverjaskóli, sem rekinn er af Skólaskrifstofu Suðurlands. Við Gaulverjabæjarveg er einnig félagsheimilið Félagslundur, vísir að þéttbýlinu Brandshús ásamt þéttbýlli sveit. Það eru margir sem þurfa að fara Gaulverjabæjarveg og Villingaholtsveg daglega vegna vinnu fyrir utan umferð mjólkurbíla, póstbíls osfrv.
Óskað var eftir því að þessar leiðir verði hreinsaðar af snjó að minnsta kosti fimm sinnum í viku þegar á þarf að halda.
Flóahreppur sér um hreinsun á öllum öðrum tengivegum í samvinnu við Vegagerð og á safnvegum á kostnað sveitarfélagsins.
Það er erfitt að útskýra það fyrir þeim sem um sveitarfélagið þurfa að fara á snjóadögum að þeir vegir sem eru alfarið á vegum Vegagerðar séu mesta samgönguhindrunin á þessu svæði.