Mánudaginn 3. desember lauk átthagafræðinámskeiðinu Flóahreppur,land og saga, sem haldið hefur verið á hverju mánudagskvöldi síðan 1. október.
Rúmlega fjörutíu þátttakendur voru útskrifaðir á lokakvöldinu sem fór fram í Þjórsárveri og sá kvenfélag Villingaholtshrepps um glæsilegar veitingar.
Mánudaginn 3. desember lauk átthagafræðinámskeiðinu Flóahreppur,land og saga, sem haldið hefur verið á hverju mánudagskvöldi síðan 1. október.
Rúmlega fjörutíu þátttakendur voru útskrifaðir á lokakvöldinu sem fór fram í Þjórsárveri og sá kvenfélag Villingaholtshrepps um glæsilegar veitingar.
Fræðslunet Suðurlands sá um námskeiðið með dyggri aðstoð þriggja íbúa Flóahrepps, Guðmundar Stefánssonar, Kristínar Stefánsdóttur og Margrétar Stefánsdóttur.
Sveitarstjórn Flóahrepps veitti styrk til námskeiðahalds.
Það efni sem hefur verið tekið fyrir er jarðfræði og jarðsaga, landnám og menningarsaga, verslunarsaga fyrr og síðar, þjóðsögur og sagnir, Flóaáveitan, félagsmál og félagsmálahreyfingar, búskapur í Flóanum, kirkjusaga og kirkjujarðir og framtíðarsýn sveitarfélagsins.
Námskeiðið var vel heppnað í alla staði og vel sótt.