Flóaskóli heldur Dag íslenskrar tungu hátíðlegan föstudaginn 16. nóvember. Allir nemendur skólans munu koma fram á sal og lesa sögur, ljóð eða syngja og fara með leikið efni. Elstu nemendur leikskólans Krakkaborgar verða með í dagskránni.
Flóaskóli heldur Dag íslenskrar tungu hátíðlegan föstudaginn 16. nóvember. Allir nemendur skólans munu koma fram á sal og lesa sögur, ljóð eða syngja og fara með leikið efni. Elstu nemendur leikskólans Krakkaborgar verða með í dagskránni.
Í tilefni dagsins var haldin ritunarsamkeppni innan skólans og munu nokkrir nemendur fá viðurkenningar fyrir sögur sínar við athöfnina. Með hátíðinni hefst formlega lestrarátak skólans sem standa mun alla næstu viku. Þá viku er lögð áhersla á að nemendur lesi sér til gagns og yndisauka.
Í tengslum við þetta stendur einnig til að nemendur í 5. bekk fari í heimsókn á Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi í næstu viku.
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur víða um land og tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni, einu ástsælasta ljóðskáldi Íslendinga.