Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að álagning fasteignagjalda fyrir árið 2008 verði óbreytt frá fyrra ári.
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að álagning fasteignagjalda fyrir árið 2008 verði óbreytt frá fyrra ári.
Fasteignaskattur er lagður á í þremur flokkum sem skiptast í eftirfarandi:
a-flokkur 0,50% af fasteignamati:
Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
b-flokkur 0,88% af fasteignamati:
Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn
c-flokkur 1,35% af fasteignamati:
Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.
Vatnsgjald
Vatnsgjald verður 0,2% af fasteignamati eignar sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins.
Lágmarksálagning verður 6.000 kr. og hámarksálagning verður 18.000 kr. á íbúðar-og sumarhús.
Landspildur sem ekki bera fasteign en eru tengdar vatnsveitu sveitarfélagsins greiða kr. 10.000 á ári.
Lóðarleiga er 1% af lóðamati.
Sorphirðu-og sorpeyðingargjald
Sorphirðugjald :
Fyrir hálfsmánaðarlega tæmingu
a) 240 lítra tunna 8.000 kr.
c) 660 lítra kar 10.000 kr.
d) 1100 lítra kar 14.000 kr.
Sorpeyðingargjald:
Íbúðir 5.500 kr.
Sumarhús 5.500 kr.
Atvinnurekstur iðnaðarhverfi 12.000 kr.
Atvinnurekstur lögbýli 6.500 kr.
Ofangreind gjöld hafa sömu gjalddaga og fasteignaskatturinn og er innheimtu þeirra hagað á sama hátt.
Greiðslufyrirkomulag verði samkvæmt eftirfarandi:
Greiðslur sem eru 20.000 kr eða lægri eru með einn gjalddaga, 1. mars. Greiðslur sem eru 20.001 kr til 60.000 kr greiðast á þremur gjalddögum, 1. mars, 1. maí og 1. júlí. Greiðslur 60.001 kr. og hærri greiðast á fimm gjalddögum, 1. mars, 1. maí, 1.júlí, 1. september og 1. nóvember.
Eindagi verði 30 dögum eftir gjalddaga.