Samræmd próf fara fram í 4. og 7. bekk dagana 18. og 19. október. Prófað er í íslensku fimmtudaginn 18. október og stærðfræði föstudaginn 19. október.
Samræmd próf fara fram í 4. og 7. bekk dagana 18. og 19. október. Prófað er í íslensku fimmtudaginn 18. október og stærðfræði föstudaginn 19. október.
Prófað er á skólatíma kl. 9:30-12:10 og kennsla að öðru leyti samkvæmt stundaskrá. Nemendur fá hlé á milli prófhluta og hressingu frá mötuneyti í hléinu. Nemendur eru hvattir til að mæta vel úthvíldir í prófin og að borða staðgóðan morgunmat áður en mætt er í skólann. Prófin reyna á grunnþekkingu nemenda í faginu og ekki ætlast til að nemendur undirbúi sig sérstaklega fyrir prófin, að því undanskildu að vera vel upplagðir.