Á fundi sveitarstjórnar 17. október s.l. var endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt.
Breytingar eru helst fólgnar í því að tekjujöfnunarframlag Jöfnunarsjóðs er mun hærra en gert var ráð fyrir eða um 35 milljónir alls.
Á fundi sveitarstjórnar 17. október s.l. var endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt.
Breytingar eru helst fólgnar í því að tekjujöfnunarframlag Jöfnunarsjóðs er mun hærra en gert var ráð fyrir eða um 35 milljónir alls.Einnig er hækkun á grunnskólaframlagi Jöfnunarsjóðs um 17 milljónir frá því sem gert var ráð fyrir.
Helstu hækkanir gjalda eru vegna launa í leikskóla, um 4,5 milljónir og bókhaldsaðstoð á skrifstofu um 5 milljónir króna. Laun í leikskóla hækka vegna þess að talsverð forföll hafa verið hjá starfsmönnum og afleysingafólk hefur þurft að hlaupa í skarðið.
Bókhaldsaðstoð á skrifstofu er hærri en gert var ráð fyrir þar sem gengið hefur hægar en áætlað var að sameina rekstur gömlu hreppanna og koma rekstri í eðlilegt horf.
Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 6.7 milljónir í rekstrarafgang en breytt áætlun gerir ráð fyrir 50 milljónum í rekstrarafgang.