Verkfræðingar frá VST á Selfossi eru að skoða veitumál í Flóahreppi þessa dagana.
Þeir voru fengnir til að gera úttekt á dreifikerfi kaldavatnsveitu með það í huga að forgangsraða framkvæmdum til lagfæringar og endurbóta á því.
Verkfræðingar frá VST á Selfossi eru að skoða veitumál í Flóahreppi þessa dagana.
Þeir voru fengnir til að gera úttekt á dreifikerfi kaldavatnsveitu með það í huga að forgangsraða framkvæmdum til lagfæringar og endurbóta á því. Jafnframt verður reynt að skoða íbúaþróun næstu 30 ára með vatnsöflun í huga en stefnt er að því að fara í samstarf við eitthvert nágrannasveitarfélag um vatnsmál og leggja niður vatnsvernd í sveitarfélaginu.
Almenn hItaveituvæðing í Flóahreppi er einnig til skoðunar og hvernig heppilegast sé að standa að henni.
Þetta eru verkefni sem ekki verða leyst á einni nóttu en afar brýnt er að koma kaldavatnsmálum í viðunandi horf sem allra fyrst.