Viðgerð á þaki leikskólans er nú lokið. Skipt var um þakpappa, þakjárn, rennur og þakkant ásamt niðurrifi og förgun á strompi. Verkið gekk hratt og örugglega fyrir sig en það var Stefán Helgason sem sá um framkvæmdir.
Viðgerð á þaki leikskólans er nú lokið. Skipt var um þakpappa, þakjárn, rennur og þakkant ásamt niðurrifi og förgun á strompi. Verkið gekk hratt og örugglega fyrir sig en það var Stefán Helgason sem sá um framkvæmdir.Aðkoma að svæðinu á Þingborg eftir framkvæmdir við plan hjá félagsheimili og leikskóla og ofangreindri viðgerð er nú allt önnur en áður var. Svæðið er nú mun snyrtilegra og aðgengilegra.
Það var Lóðaþjónustan ehf sem annaðist framkvæmdir við hellulögn og kantsteina.