Umhverfisnefnd Flóahrepps hefur í samráði við sveitarstjórn ákveðið að veita verðlaun til þeirra sem þykja skara framúr varðandi snyrtimennsku og alúð við að fegra umhverfi sitt í sveitarfélaginu.
Markmiðið er að vekja athygli á og veita viðurkenningu fyrir það sem vel er gert í þessum málum í Flóahreppi.
Umhverfisnefnd Flóahrepps hefur í samráði við sveitarstjórn ákveðið að veita verðlaun til þeirra sem þykja skara framúr varðandi snyrtimennsku og alúð við að fegra umhverfi sitt í sveitarfélaginu.
Markmiðið er að vekja athygli á og veita viðurkenningu fyrir það sem vel er gert í þessum málum í Flóahreppi.
Óskað er eftir tilnefningum eða ábendingum um aðila sem hafa á áberandi hátt verið til fyrirmyndar um snyrtimennsku og nærgætni við umhverfi sitt.
Tilnefningar berist á skrifstofu Flóahrepps á netfangið floahreppur@floahreppur.is, merkt umhverfisverðlaun Flóahrepps 2007 eða í síma 482-3260.