Föstudaginn 22. júní s.l. var skrifað undir samkomulag milli Árborgar og Flóahrepps um dagdvöl aldraðra í Flóahreppi.
Föstudaginn 22. júní s.l. var skrifað undir samkomulag milli Árborgar og Flóahrepps um dagdvöl aldraðra í Flóahreppi.
Samningurinn er tilkominn vegna lausra rýma í dagdvöl og þörf hjá Flóahreppi fyrir slíkt úrræði fyrir eldri borgara í Flóahreppi. Markmiðið er að fullnýta dagdvöl aldraðra í Árborg og veita samtímis eldri borgurum í Flóahreppi möguleika á vistunarúrræðum. Dagdvöl er stuðningsúrræði fyrir aldraða sem búa í heimahúsum. Dvöl í dagdvöl er tímabundin, ýmist daglega eða nokkra daga í viku. Í dagdvöl aldraðra í Árborg er aðstaða til þjálfunar. Boðið er upp á mat á heilsufari, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Einnig er boðið uppá hádegismat og síðdegiskaffi.