Flóahreppur auglýsir íbúðarlóð lausa til úthlutunar í Brandshúsahverfi, skammt frá Félagslundi.
Í Brandshúsahverfi eru skipulagðar 7 íbúðarlóðir. Fjarlægð frá Selfossi er um 13 km, bundið slitlag alla leið.
Lóðin er 2.116 m2 að stærð samkvæmt lóðablaði og er tilbúin til framkvæmda af lóðarhafa.
Flóahreppur auglýsir íbúðarlóð lausa til úthlutunar í Brandshúsahverfi, skammt frá Félagslundi.
Í Brandshúsahverfi eru skipulagðar 7 íbúðarlóðir. Fjarlægð frá Selfossi er um 13 km, bundið slitlag alla leið.
Lóðin er 2.116 m2 að stærð samkvæmt lóðablaði og er tilbúin til framkvæmda af lóðarhafa.
Lóðin er leigð til 50 ára samkvæmt lóðarleigusamningi og eru engin gatnagerðargjöld lögð á hana.
Árleg lóðarleiga er samkvæmt álagningarreglum sveitarfélagsins hverju sinni, nú 1% af lóðarmati.
Óskað er eftir skriflegum tilboðum í staðfestingargjald fyrir lóðina á skrifstofu Flóahrepps, Þingborg, 801 Selfoss, merkt: Brandshús 7, fyrir 1. júlí 2007.
Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 482-3260 frá kl. 9:00-13:00 alla virka daga.