Úr Áveitunni.
Laugardaginn 16. júní mun kvenfélag Villingaholtshrepps standa fyrir kvennahlaupi eins og undanfarin ár.
Hlaupið verður frá Gaflsvegamótum og í átt að Grund.
Úr Áveitunni.
Laugardaginn 16. júní mun kvenfélag Villingaholtshrepps standa fyrir kvennahlaupi eins og undanfarin ár.
Hlaupið verður frá Gaflsvegamótum og í átt að Grund. Boðið er upp á 1 km. og 1,5 km. lengdir. Hægt er að fá bol og verðlaunapening gegn greiðslu þáttökugjalds, kr. 1.000.
Vonast er eftir að sem flestar konur komi og hlaupi, skokki eða labbi en þema ársins er „Hreyfing er hjartans mál“.