Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
1 Bergsstaðir í Bláskógabyggð. Frístundabyggð og landbúnaðarsvæði.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Bergsstaða. Í breytingunni felst að afmörkun svæðis fyrir frístundabyggð og landbúnaðarsvæðis breytist í samræmi við breyttar forsendur landnotkunar á jörðinni, án þess að um sé að ræða aukningu á frístundabyggðinni.
2 Flúðir í Hrunamannahreppi. Stækkun þéttbýlisins og breytingar á ákvæðum greinargerðar.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015. Í breytingunni felst að þéttbýlismörk Flúða stækka til norðurs og vesturs, gert er ráð fyrir fjórum nýjum íbúðarsvæðum á 43 ha svæði sem áður var landbúnaðarsvæði vestan við fyrirhugað tjaldssvæði T1, opið svæði til sérstakra nota merkt T1 (tjaldssvæði) stækkar úr 8.6 í 15.1 ha, gert er ráð fyrir nýju opnu svæði til sérstakra nota á Lambatanga í stað landbúnaðarsvæðis og óbyggðs svæðis fyrir reiðhöll og skeiðvöll, árfarvegi Litlu-Laxár er breytt þannig að hann færist nær íbúðarsvæði við Hofatún, iðnaðarsvæði P4 breytist í blandaða landnotkun iðnaðar- og athafnasvæðis auk þess sem svæði stækkar til norðvesturs. Að auki eru gerðar breytingar í greinargerð þar sem stefna um landbúnaðarsvæði er gerð skýrari auk þess sem bætt er við ákvæðum varðandi frístundabyggðasvæði.
Samkvæmt 1.mgr. 25.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
3 Iða II í Bláskógabyggð. Frístundabyggð í Vörðufelli.
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Iðu II í Vörðufelli. Gert ráð fyrir 12 lóðum á bilinu 5.800 – 6.900 fm þar sem heimilt verður að reisa allt að 200 fm frístundahús og 20 fm aukahús, en nýtingarhlutfall má þó að hámarki vera 0,03. Gert er ráð fyrir neysluvatnstöku úr vatnsbóli ofan við byggðina.
4 Laugarvatn í Bláskógabyggð. Íbúðarsvæði.
Tillaga að deiliskipulagi 1. áfanga nýs íbúðarsvæðis á Laugarvatni sunnan við Menntaskólann. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 81 íbúðum í heild, þ.a. 57 í einbýli, 16 í parhúsum og í raðhúsum. Aðkoma að svæðinu verður um nýja tengingu við Laugarvatnsveg (þjóðveg nr. 37) auk þess sem gert er ráð fyrir göngutengingu við miðsvæði Laugarvatns. Gert er ráð fyrir jarðvegsmönum meðfram þjóðvegi til að minnka áhrif umferðarhávaða.
5 Björk I í Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundabyggð.
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á 83 ha spildu í landi Bjarkar I, vestan við heimreið að bæjartorfu Bjarkar og austan við vatnsból. Gert er ráð fyrir 57 lóðum á bilinu 5.300 til 9.500 fm að stærð þar sem heimilt verður að reisa frístundahús á bilinu 50-200 fm auk 25 fm aukahúss. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0.03.
6 Flúðir í Hrunamannahreppi. Tjald- og þjónustusvæði.
Tillaga að deiliskipulagi tjald- og þjónustusvæðis á Flúðum austan Sunnuhlíðar. Skipulagssvæðið er 15,7 ha að stærð og er gert ráð fyrir 13.350 fm lóð fyrir allt að 1.200 fm þjónustumiðstöð með sambyggðu gróðurhúsi á einni hæð, með möguleika á kjallara. Þá er gert ráð fyrir um 14,3 ha svæði undir tjald-, húsbíla og hjólhýsasvæði með fjórum byggingarreitum fyrir salerni og einum byggingarreit fyrir þjónustuhús. Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem er auglýst samhliða.
7 Flúðir í Hrunamannahreppi. Reiðhöll á Lambatanga.
Tillaga að deiliskipulagi 4,4 ha svæðis á Lambatanga fyrir reiðhöll, athafnasvæði/bílastæði, tvo skeiðvelli og skeiðbraut. Heimilt verður að reisa allt að 2.000 fm reiðhöll með allt að 12 m mænishæð. Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem er auglýst samhliða.
8 Hvammur 1 í Hrunamannahreppi
Tillaga að deiliskipulagi í íbúðarhúsalóðar og lóðar fyrir hesthús/geymslu í landi Hvamms 1 í Hrunamannahreppi. Tillagan nær yfir 1,86 ha spildu þar sem gert er ráð fyrir 2.053 fm íbúðarhúsalóð og 7.500 fm lóð fyrir hesthús og/eða gróðurhús. Aðkoma að svæðinu verður frá Hvammsvegi og verður vegtenging við heimreið að Hvammi 2.
9 Sunnuhlíð á Flúðum í Hrunamannahreppi. Íbúðarsvæði.
Tillaga að deiliskipulagi 1. áfanga íbúðarsvæðis í landi Sunnuhlíðar. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 12 stórum einbýlishúsalóðum (smábýlum) þar sem heimilt verður að reisa allt að 350 fm íbúðarhús á einni hæð og allt að 200 fm aukahús. Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem er auglýst samhliða.
10 Vestra-Geldingaholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Lögbýlið Glóruhlíð.
Tillaga að deiliskipulagi nýs lögbýlis á 31 ha spildu úr Vestra-Geldingaholti. Gert er ráð fyrir allt að 350 fm íbúðarhúsi og allt að 400 fm útihúsum á landi lögbýlisins. Að auki er gert ráð fyrir tveimur 12.000 fm lóðum fyrir frístundahús þar sem heimilt verður að reisa allt að 120 fm hús. Tillagan er í samræmi við breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjarhrepps sem hefur verið samþykkt af sveitarstjórn, en er ekki staðfest.
11 Kálfhóll 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Frístundabyggð.
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á 7 ha spildu úr landi Kálfhóls 1 á Skeiðum. Í tillögunni er gert ráð fyrir fjórum lóðum á bilinu 5.460 til 7.380 fm að stærð þar sem heimilt er að reisa frístundahús og aukahús. Hámarksbyggingarmagn er 3% af stærð hverrar lóðar.
12 Skeiðháholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Frístundabyggð.
Tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóða úr landi með landr. 166520 (grasbýlið Tögl) , sem liggur á milli lögbýlana Skeiðháholts 2 og Blesastaða. Gert er ráð fyrir 8 lóðum á bilinu 4.471 til 11.653 fm þar sem heimilt verður að reisa allt að 200 fm frístundahús og 50 fm aukahús. Hámarksnýtingarhlutfall er 0.03. Í gildi er deiliskipulag fyrir 3 lóðirnar og fellur það úr gildi við gildistöku nýs skipulags.
13 Laugar í Flóahreppi. Nýbýlið Laugamýri.
Tillaga að deiliskipulagi landsspildu úr landi eyðibýlisins Laugar í fyrrum Hraungerðishreppi, vestan aðkomuvegar að Brúnastöðum. Landið er í heild 77 ha en deiliskipulagið nær til um 5 ha af þeirri spildu. Í tillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 400 fm íbúðarhús, 120 fm starfsmannahús, 1.200 fm reiðhöll og önnur útihús allt að 1.000 fm.
14 Fljótshólar 3 í Flóahreppi. Íbúðarhús og skemma.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir 33,6 ha spildu úr landi Fljótshóla 3 í fyrrum Gaulverjabæjarhreppi, suðvestan við Krákuvatn. .Gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir allt að 350 fm íbúðarhús ásamt bílgeymslu og byggingarreit fyrir allt að 1.500 fm skemmu.
15 Syðri-Völlur 1 í Flóahreppi. Íbúðarhús og skemma.
Tillaga að deiliskipulagi 1,6 ha lóðar úr landi Syðri-Vallar 1. Lóðin liggur upp að Hamarsvegi (nr. 308) í austurhluta jarðarinnar og er þar gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 250 fm íbúðarhús og 300 fm skemmu.
16 Egilsstaðir I í Flóahreppi. Frístundabyggð.
Tillaga að deiliskipulagi um 3 ha spildu úr landi Egilsstaða 1 í fyrrum Villingaholtshreppi. Á hluta svæðisins er í gildi deiliskipulag fyrir 3 frístundahúsalóðir sem allar eru um 4.000 fm að stærð. Í tillögunni felst að auk þeirra þriggja lóða sem fyrir eru verða til 2 nýjar um 5.000 fm lóðir fyrir frístundahús auk sameiginlegs svæðis. Heimilt verður að reisa allt að 100 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús á hverri lóð. Við gildistöku nýs skipulags mun eldra skipulag falla úr gildi.
Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu:
17 Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Hreinsistöð og skólalóð.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlisins á Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir 1.400 fm iðnaðarsvæði undir hreinsistöð vestan við félagsheimilið auk þess sem gert er ráð fyrir að skólalóð stækki á kostnað lóðar fyrir verslun og þjónustu. Tillagan er í samræmi við áður auglýsta breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 25. júní til 23. júlí 2007. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 6. ágúst 2007 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.
Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu