29. júní, 2007

Í gær þann 28.júní komu þær Kristín Sigurðardóttir og Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir og færðu leikskólanum spil, fyrir hönd útskriftarhóps leikskólans vorið 2007.   Um leið og við færum þeim öllum þakkir fyrir, óskum við útskriftarbörnum leikskólans gæfu og gengis um ókomin ár. 
 
28. júní, 2007

Leikskólinn á leið í sumarfrí !

Nú styttist í sumarfrí hjá okkur í leikskólanum.  Síðasti dagurinn fyrir frí er á morgun, föstudaginn 29.júlí.  Í tilefni af því er dótadagur í leikskólanum og þá geta börnin komið með dót að heimann í leikskólann.  Við munum elda pylsur í hádeginu og svo verður boðið upp á ís eftir matinn.
Þann 7.ágúst er starfsdagur hjá okkur og þann 8.ágúst mæta börnin. 
27. júní, 2007

Unglingavinnan

Myndir af krökkunum í unglingavinnunni eru undir myndasafn, stjórnsýsla, unglingavinnan.

27. júní, 2007

Vatnsveitan

Sökum bilunar á vatnsveitu er hluti fyrrum Gaulverjabæjarhrepps tengdur við vatnsveitu Árborgar í einhvern tíma. Minni þrýstingur er á þeirri veitu en vatnsveitu Flóahrepps.
Verið er að vinna í því að laga veituna.
Sími hjá vatnsveitu er 862-6848
24. júní, 2007

Framkvæmdir í Flóahreppi

Gerður hefur verið verksamningur við Kríutanga ehf um viðgerð á þaki leikskólans Krakkaborgar samkvæmt tilboði í verðkönnun 23. maí 2007. Viðgerðin felur í sér rif og förgun á eldra þakjárni og þakköntum, setja nýtt járn á þak ásamt þakköntum, rífa stromp, athuga lekaskemmdir ofl.

24. júní, 2007

Samningur um dagdvöl aldraðra

Föstudaginn 22. júní s.l. var skrifað undir samkomulag milli Árborgar og Flóahrepps um dagdvöl aldraðra í Flóahreppi.

21. júní, 2007

Auglýsing um skipulagsmál

Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

18. júní, 2007

Íbúafundur

Íbúafundur verður haldinn í Þjórsárveri 25. júní 2007 kl. 20.30 þar sem lögð verða fram drög að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps til kynningar ásamt breytingum á aðalskipulagi Hraungerðishrepps og Gaulverjabæjarhrepps.

16. júní, 2007

Umsjónarmaður fasteigna

Nýr starfsmaður hóf störf hjá sveitarfélaginu í byrjun maí. Guðmundur Jón Sigurðsson var ráðinn sem umsjónarmaður fasteigna.

Hann sinnir hinum ýmsu verkefnum, s.s. húsvörslu í Flóaskóla og Krakkaborg, hefur umsjón með viðhaldi mannvirkja og eigna sveitarfélagsins og sér um unglingavinnuna.

Guðmundur er lærður rafvirki og er búsettur á Selfossi.