Tillögur að byggðamerkjum voru til sýnis á skrifstofu Flóahrepps í tengslum við Fjör í Flóa og voru verðlaun og viðurkenningarskjal afhent fyrir bestu tillöguna að mati sveitarstjórnar.
Tillögur að byggðamerkjum voru til sýnis á skrifstofu Flóahrepps í tengslum við Fjör í Flóa og voru verðlaun og viðurkenningarskjal afhent fyrir bestu tillöguna að mati sveitarstjórnar.
Rétt er að geta þess að tveir fulltrúar sveitarstjórnar tóku ekki þátt í að velja byggðamerki, þeir Aðalsteinn Sveinsson og Valdimar Guðjónsson en makar beggja áttu tillögur í samkeppninni.
Þátttakan var ánægjuleg en 17 tillögur bárust frá 8 aðilum, merktar dulnefnum sem fylgdu með tillögum í sérstökum umslögum. Rétt nöfn höfunda voru ekki skoðuð fyrr en eftir að gengið hafði verið úr skugga um að tillagan sem best þótti uppfyllti þau skilyrði sem sett eru um byggðamerki.
Höfundur þeirrar tillögu sem þótti best og var valin sem byggðamerki er eftir Almar Sigurðsson íbúa á Lambastöðum í Flóahreppi. Hann tók við verðlaunum, 100.000 kr. ávísun frá Flóahreppi ásamt viðurkenningarskjali.