Flóahreppur mun í samráði við Íslenska Gámafélagið, standa fyrir hreinsunarátaki í júní.
Þeir íbúar sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu, geta óskað eftir gámum í einn sólarhring fyrir járn og timbur. Ekki verður innheimt greiðsla fyrir gámana hjá þeim aðilum sem panta þá fyrir 25. maí n.k.
Flóahreppur mun í samráði við Íslenska Gámafélagið, standa fyrir hreinsunarátaki í júní.
Þeir íbúar sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu, geta óskað eftir gámum í einn sólarhring fyrir járn og timbur. Ekki verður innheimt greiðsla fyrir gámana hjá þeim aðilum sem panta þá fyrir 25. maí n.k.
Nú er um að gera að láta hendur standa fram úr ermum og laga til hjá sér. Þeir sem vilja nýta sér það að fá gáma sér að kostnaðarlausu, hafi samband við skrifstofu Flóahrepps í síma 482-3260 fyrir 25. maí.
Með von um að þetta mælist vel fyrir.