Sveitarstjórn hefur samþykkt að veita 30 % afslátt af jarðgerðarílátum til íbúa sveitarfélagsins, þó ekki hærra en 5.000 kr. pr/ílát. Slíkt ílát kostar samkvæmt upplýsingum Íslenska Gámafélagsins 17.928 kr m/vsk til íbúa Flóahrepps og er hægt að panta það á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 482-3260.
Vonir standa til að hægt verði að halda námskeið um moltugerð á næstunni.
Flóahreppur mun í samráði við Íslenska Gámafélagið, standa fyrir hreinsunarátaki í júní.
Þeir íbúar sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu, geta óskað eftir gámum í einn sólarhring fyrir járn og timbur. Ekki verður innheimt greiðsla fyrir gámana hjá þeim aðilum sem panta þá fyrir 25. maí n.k.
Kjörfundur í Flóahreppi vegna alþingiskosninga laugardaginn 12. maí 2007 verður haldinn í Félagslundi frá kl. 12.00-22.00.
Kjósendur eru minntir á að taka með sér persónuskilríki.
Kjörstjórn
Sbr. 26. gr. laga um kosningar til Alþings nr. 24/2000 auglýsir sveitarstjórn Flóahrepps að kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 12. maí 2007, liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg, almenningi til sýnis frá 30. apríl 2007 til kjördags á skrifstofutíma, frá kl. 9.00-16.00.
Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá Julian kórstjóra í Þorlákshöfn. Julian sér um kórastarf í leikskólanum í Þorlákshöfn. Hann kom hingað til að fræða okkur starfsfólkið meira um tónlistarstarf með börnum og hvernig við getum haldið áfram okkar vinnu í kórastarfinu. Svo aðstoðaði hann okkur með kórinn inn í listakrók, söng með okkur, spilaði fyrir okkur og fór í leiki með okkur. Við höfum öll áhuga á meira samstarfi næsta vetur.
Flóahreppur auglýsir eftir aðila til að taka að sér viðgerð á þaki leikskólans Krakkaborgar.
Verkið þarf helst að framkvæma í júlí þegar sumarfríslokun er í leikskóla.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 482-3260 eða með tölvupósti, floahreppur@floahreppur.is fyrir 10. maí n.k. Þeim verður í kjölfarið send verðkönnunargögn.
Í Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.
Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar
Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur verður með fyrirlestur í Félagslundi Gaulverjabæjarvegi) 25. apríl kl. 20.00.
Ólafur lofar fjörugum og fróðlegum fyrirlestri þar sem víða verður komið við og ýmsum áleitnum spurningum svarað.