Á fundi sveitarstjórnar 7. marss.l. var lagt fram erindi frá Ferðamálafélagi Flóamanna dags. 1. febrúar 2007 um tilkynningu vegna stofnunar félagsins og beiðni um samvinnu.
Farið var fram á að gerður yrði samstarfssamningur milli sveitarstjórnar og Ferðamálafélagsins.
Á fundi sveitarstjórnar 7. marss.l. var lagt fram erindi frá Ferðamálafélagi Flóamanna dags. 1. febrúar 2007 um tilkynningu vegna stofnunar félagsins og beiðni um samvinnu.
Farið var fram á að gerður yrði samstarfssamningur milli sveitarstjórnar og Ferðamálafélagsins.
Sveitarstjórn sá ekki ástæðu til að gera fastan samstarfssamning við Ferðamálafélag Flóahrepps.
Sveitarstjórn samþykkti að styrkur frá fjárveitingarnefnd Alþingis til Tæknisafns, kr. 1.000.000, renni til Ferðamálafélagsins, enda verkefnið þá á þeirra höndum.
Opinberir fjárstyrkir og styrkir sveitarfélagsins munu hér eftir sem hingað til, fara til þeirra sem vinna þau verkefni sem þeir eru ætlaðir til og mun Atvinnu- og ferðamálanefnd Flóahrepps sjá um utanumhald þeirra verkefna.
Atvinnu-og ferðamálanefnd Flóahrepps er sveitarstjórn til ráðgjafar í atvinnu-og ferðamálum.