28. mars, 2007

Framboðsfundur í Flóahreppi

Stefnt er að því að halda opinn fund með fulltrúum frambjóðenda allra flokka í Suðurkjördæmi, vegna komandi Alþingiskosninga þriðjudaginn 17. apríl n.k. í Þingborg kl. 20.30.

28. mars, 2007

Auglýsing um skipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur. 

27. mars, 2007

Lifandi listasmiðja

Tré og List

Lifandi listasmiðja

Forsæti III Flóahreppi

Varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga. Kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk. Áformað er að opna Tré og List 19.ágúst 2007.

Heimasíða: http://www.treoglist.is

Sími: 486 3335

GSM: 868 9045

Netfang: listasmidja@treoglist.is

27. mars, 2007

Söfnun á rúlluplasti

Auglýst hefur verið að söfnun rúlluplasts hefjist 29. mars n.k.

Af því getur því miður ekki orðið fyrr en laugardaginn 31. mars og er áætlað að byrja kl. 8.00 um morguninn.

24. mars, 2007

Aðeins tvær sýningar eftir!

Gamanleikurinn Draumur á Jónsmessunótt í flutningi ungmennafélaga í Flóanum hefur nú verið sýndur átta sinnum í Þingborg við góðar undirtektir og hlotið góða dóma.
Á fimmtudag og föstudag, 29. og 30. mars eru síðustu sýningar og er fólk hvatt til að láta þennan létta leik ekki fram hjá sér fara. Ekki verður um aukasýningar að ræða.
24. mars, 2007

Skipulags-og byggingarfulltrúi

Til að koma erindum til skipulagsfulltrúa eða byggingarfulltrúa má hafa samband við þá í síma 486-1145 alla virka daga kl. 9.00-12.00, senda þeim póst á Dalbraut 12, 840 Laugarvatni, senda þeim tölvupóst samkvæmt neðangreindu eða koma erindum á skrifstofu Flóahrepps í Þingborg, sími 482-3260.

24. mars, 2007

Breytingar í skipulags-og byggingarmálum

Erindi Aðalsteins Sveinssonar á íbúafundi 19. mars 2007Hvers vegna var skipulags- og byggingafulltrúa Flóahrepps sagt upp og tekið upp samstarf við uppsveitir Árnessýslu á þessu sviði?

20. mars, 2007

Miðvikudaginn 21.mars kl. 20:30 verður foreldrakvöld í Krakkaborg. Viljum við bjóða öllum foreldrum, ömmum og öfum velkomin í leikskólann. Við ætlum að vera með kynningu á Tákn með tali, til hvers við notum þetta tjáningarform og hvað það er. Vídeóupptökur af börnum 

16. mars, 2007

Fasteignagjöld, afslættir

Sveitarstjórn hefur samþykkt að veita ellilífeyrisþegum og öryrkjum sem búsettir eru í eigin íbúðarhúsnæði og eiga lögheimili í sveitarfélaginu 50% afslátt af fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis.