Sveitarstjórn hefur samþykkt að vatnsveita í Hraungerðishreppi og vatnsveita í Gaulverjabæjarhreppi og Villingaholtshreppi verði eftirleiðis nefnd vatnsveita Flóahrepps með fyrirvara um samþykki Árborgar sem á hlut í veitunni.
Sveitarstjórn hefur samþykkt að vatnsveita í Hraungerðishreppi og vatnsveita í Gaulverjabæjarhreppi og Villingaholtshreppi verði eftirleiðis nefnd vatnsveita Flóahrepps með fyrirvara um samþykki Árborgar sem á hlut í veitunni.
Gengið hefur verið frá verksamningi við Jón Valgeir Geirsson og Gröfuþjónustu Steins ehf um umsjón, eftirlit, viðhald, viðgerðir og tengingar við vatnsveitu sveitarfélagsins. Þeir munu einnig skipta með sér símavöktun vegna bilanatilkynninga á vatnsveitu. Sími vegna bilanatilkynninga er 862-6848.