Undanfarna daga hafa nokkrir galvaskir ungmennafélagar unnið að miklum framkvæmdum á leiksviði Þingborgar. Þetta tengist uppsetningu
Undanfarna daga hafa nokkrir galvaskir ungmennafélagar unnið að miklum framkvæmdum á leiksviði Þingborgar. Þetta tengist uppsetningu ungmennafélaganna þriggja, Baldurs, Samhygðar og Vöku á hinum stórskemmtilega gamanleik Draumi á Jónsmessunótt sem verður frumsýnt í Þingborg í byrjun mars í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar.
Leiksviðið var allt hækkað eða byggt upp eins og alltaf hafði verið ætlunin en ekki framkvæmt fyrr en nú. Auk þess byggðu ungmennafélagar framlengingu á sviðið fram í sal þar sem þeir ætla að geysast um í Draumnum.
Vinnugleðin leyndi sér ekki í augum ungmennafélaganna sem leystu verkefnið af stakri snilld og prýði. Aðalsmiðir voru þeir Ágúst Hjálmarsson og Geir Gíslason. Flóahreppur lagði til efnið í framkvæmdina en ungmennafélögin alla vinnu.