22. febrúar, 2007

Frá Krakkaborg

Foreldrakynningarkvöld. Miðvikudaginn 21.mars kl. 20:30 verður annað foreldrakynningarkvöld í leikskólanum. Það kvöld viljum við bjóða foreldra velkomna í leikskólann og skoða það starf sem fer fram þar.

Við ætlum að kynna fyrir foreldrum tákn með tali. Einnig munu vera vídeóupptökur af starfinu fyrir foreldra að horfa á. Endilega takið kvöldið frá og fjölmennum í skemmtilega kvöldstund.