Jæja kæru foreldrar nú er komið að því að skrifa smá fréttir héðan úr leikskólanum þó fyrr hefði verið. Vil ég byrja á því að óska ykkur öllum gæfu og gleði á nýju ári með þökkum fyrir samstarfið á liðnum árum.
Jæja kæru foreldrar nú er komið að því að skrifa smá fréttir héðan úr leikskólanum þó fyrr hefði verið. Vil ég byrja á því að óska ykkur öllum gæfu og gleði á nýju ári með þökkum fyrir samstarfið á liðnum árum.
Breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi eins og foreldrar hafa tekið eftir. Ingileif sem var starfsmaður á Bangsadeild fór í leyfi 1.janúar 2007. Í hennar stað var Linda Þorvaldsdóttir ráðin. Hennar vinnutími er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá 7:45-16:00 og á miðvikudögum til 14 og föstudaga til 13. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna. Helga Skúla var ráðin aukalega á Bangsadeildina en aðlögun nýrra barna á þá deild verður í febrúar og í mars. Við bjóðum hana einnig hjartanlega velkomna til starfa.
Ágúst 2006
Í ágúst var mikið um aðlögun barna og starfsmanna í leikskólann. Hallfríður Aðalsteinsdóttir leikskólakennari, fór í fæðingarorlof og Þórdís Bjarnadóttir leikskólastjóri, kom aftur úr fæðingarorlofi. Þórdís Bjarnadóttir leikskólaknnari hóf störf í leikskólanum á Strumpadeild.
Hrafnhildur Ingibergsdóttir var ráðin stuðningur inn á Strumpadeild. Í ágúst vorum við mikið úti enda mjög gott veður. Við opnuðum þriðju deildina aftur eftir smá hlé og voru yngstu börnin í leikskólanum 9.mnd. Miklar breytingar voru framundan og mjög mikil aðlögun fyrir starfsfólk og börn.
September 2006
Soffía Guðrún Kjartansdóttir leikskólakennari kom aftur til starfa eftir fæðingarorlof í september sem deildarstjóri á Tígradeild og Rannveig Bjarnfinnsdóttir leikskólakennari hóf störf sem deildarstjóri á Strumpadeild. Kristrún Jónsdóttir kom í starfsnám til okkar í september. Hún verður vonandi hjá okkur alla þriðjudaga fram á vor.
Skólasamstarfið hófst með glæsileik í september þegar 1.bekkur í Flóaskóla kom í heimsókn til okkar. Við fórum í
berjamó og afrakstur þeirra ferðar var borðaður á nokkrum dögum.
Starfsfólk leikskólans fóru á haustþing í september og hlýddu þar á marga góða og nytsamlega fyrirlestra.
Október 2006
Foreldrakvöld var í október. Mæting var mjög góð og fengu foreldrar að skoða leikskólann spjalla við starfsfólk og aðra foreldra.
Tígra og Strumpadeild fóru í Flóaskóla í október og hlíddu á “Tónlist fyrir alla”. Tókst mjög vel og komu allir syngjandi og trallandi til baka J
Í október fengum við heimsókn frá starfsfólki á Óskalandi í Hveragerði. Þær komu á starfsdegi sínum að skoða leikskólann hjá okkur og starfið og voru þær ánægðar með heimsóknina.
Nóvember 2006
Foreldraviðtöl voru svo haldin í nóvember.
Starfsdagur var í nóvember. Þennan dag nýtti starfsfólk sér til undirbúning og til skipulagningar á skólastarfinu. Við unnum í hlutverkaleiknum, valinu og settum upp bókasafn. Þessi dagur tókst með eindæmum vel og erum við enn að njóta afraksturs þessa dags. Börnin eru farin að vinna vel eftir valkerfinu og ganga betur um bækurnar. Hlutverkaleikirnir eru alltaf vinsælir og skila sér vel til barnanna. Alltaf má sjá reynslu þeirra í lífinu speglast í leikjum þeirra.
Desember 2006
Desembermánuður var ansi strembinn hjá okkur sökum anna. Allt starfsfólk er sammála um það að of mikið var af ferðum í desember og ætlum við á næsta ári að einbeita okkur frekar að aðventunni og vera með “kósý” stundir við kertaljós og syngja jólasálma. Ferðirnar gengu mjög vel og börnin voru almennt ánægð með ferðirnar.
Þórdís leikskólakennari fótbrotnaði og var Margrét ráðin í forföllum hennar. Nú fer að líða að því að Þórdís komi aftur til starfa og reiknum við með henni mánudaginn
22.janúar næstkomandi.
Þorraþræll
Nú er frost á fróni
frýs í æðum blóð.
kveður kuldaljóð,
Kári’í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil
hlær við hríðarbil
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnar steinum á
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn.
Harmar hlutinn sinn, hásetinn.
Kuldinn á fróni.
Við á Bangsadeild erum oft að velta því fyrir okkur hvenær við eigum að sleppa því að setja börnin út að sofa vegna veðurs. Við reynum að meta það eftir bestu getu og ef frost er mjög mikið ásamt miklum vindi þá látum við þau sofa inni. Annars viljum við biðja foreldra að aðstoða okkur við að meta veðrið með tilliti til þess hvort börnin geti sofið úti.
Mánudagurinn 5.febrúar 2007
Nú fer að líða að námskeiðsdegi hjá starfsfólki leikskólans. Samkvæmt skóladagatali er hann 5.febrúar 2007. Þennan dag er leikskólinn lokaður og mun starfsfólk fara á námskeið í skyndihjálp og tákn með tali námskeið er fyrirhugað líka. Svo vonumst við til þess að geta heimsókn einn leikskóla.
Óskilamunir.
Kæru foreldrar að lokum við ég minna ykkur á að fara yfir óskilafatnaðinn í forstofunni.
Þá var það ekkert fleira í bili en vonandi fáið þið fleiri fréttir héðan innan tíðar.